Sakar borgarstjóra um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög eru reiknuð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 19:55 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki lengur greina muninn á Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir vísar ásökunum á bug og segir að það sé leiðigjarnt að horfa upp á borgarfulltrúa slá ódýrar og pólitískar keilur. Hún hlakki til að vinna með tillöguna í borgarráði. FBL/sigtryggur Ari Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira