Þyrla sótti skipverja með reykeitrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 17:29 Eldur kviknaði í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH 229. Landhelgisgæslan TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð. Ísafjarðarbær Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð.
Ísafjarðarbær Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira