Bólivía dæmd til að vera áfram landlukin Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:09 Evó Morales, forseta Bólivíu, var ekki skemmt þegar úrskurður dómstólsins var kveðinn upp. Vísir/EPA Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári. Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári.
Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira