Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2018 18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. Tveir úrskurðir sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála birti fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð en með þeim eru felld úr gildi rekstrarleyfi Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm til laxeldis í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirið. „Fyrirtækin sem að fengu rekstrar- og starfsleyfi hjá þremur opinberum stofnunum og þá kemur úrskurður nefndarinnar öllum í opna skjöldu,“ segir Kristján Þór. Á hann þar við Skipulagsstofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sem allar höfðu veitt tilskilin leyfi til starfseminnar. Þetta segir ráðherra gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar til starfseminnar. „Það kann að vera að það komi upp. Það er verið að vinna að hér í ráðuneytinu mínu að endurskoðun laga um fiskeldi, í umhverfisráðuneytinu er verið að skoða lög um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirtækin hafa óskað eftir því við nefndina að fá rými til þess að bregðast við með einhverjum hætti á meðan þau reka sín mál fyrir dómstólum,“ segir Kristján Þór. Þá hefur Matvælastofnun úrskurðinn til skoðunar og metur hvernig bregðast skuli við. Málið í algjörum forgangi að sögn upplýsingafulltrúa stofnunarinnar. „Mér finnst það sjálfsagt mál að við búum svo um hnútana að við forðum þessari starfsemi og byggðunum frá svona einhverju ófyrirséðu áfalli sem enginn reiknaði með,“ segir Kristján Þór. Tengdar fréttir Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. 29. september 2018 19:45 Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 „Eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig“ Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 29. september 2018 12:06 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. Tveir úrskurðir sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála birti fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð en með þeim eru felld úr gildi rekstrarleyfi Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm til laxeldis í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirið. „Fyrirtækin sem að fengu rekstrar- og starfsleyfi hjá þremur opinberum stofnunum og þá kemur úrskurður nefndarinnar öllum í opna skjöldu,“ segir Kristján Þór. Á hann þar við Skipulagsstofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sem allar höfðu veitt tilskilin leyfi til starfseminnar. Þetta segir ráðherra gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar til starfseminnar. „Það kann að vera að það komi upp. Það er verið að vinna að hér í ráðuneytinu mínu að endurskoðun laga um fiskeldi, í umhverfisráðuneytinu er verið að skoða lög um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirtækin hafa óskað eftir því við nefndina að fá rými til þess að bregðast við með einhverjum hætti á meðan þau reka sín mál fyrir dómstólum,“ segir Kristján Þór. Þá hefur Matvælastofnun úrskurðinn til skoðunar og metur hvernig bregðast skuli við. Málið í algjörum forgangi að sögn upplýsingafulltrúa stofnunarinnar. „Mér finnst það sjálfsagt mál að við búum svo um hnútana að við forðum þessari starfsemi og byggðunum frá svona einhverju ófyrirséðu áfalli sem enginn reiknaði með,“ segir Kristján Þór.
Tengdar fréttir Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. 29. september 2018 19:45 Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 „Eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig“ Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 29. september 2018 12:06 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. 29. september 2018 19:45
Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00
„Eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig“ Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 29. september 2018 12:06
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53