Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafið Heimsljós kynnir 25. september 2018 00:01 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Bergdís Ellertsdóttir, fastafulltrúi Íslands, í allsherjarþinginu í dag. Utanríkisráðuneytið Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í dag í 73. sinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur setningu þingsins. „Sameinuðu þjóðirnar hafa um áratugaskeið verið sá vettvangur þar sem ríki heims starfa saman að alþjóðlegum málefnum sem varða frið og öryggi, mannréttindi og þjóðarétt. Undanfarin ár hefur enn ríkari áhersla verið lögð á samvinnu um sjálfbæra þróun og umhverfis- og loftslagsmál. Samstarf ríkja innan Sameinuðu þjóðanna er ekki fullkomið en áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir krefjast þess að aðildarríkin láti ekki þrönga þjóðarhagsmuni ráða för heldur horfi til sameiginlegra heildarhagsmuna," segir Guðlaugur Þór, sem ávarpar allsherjarþingið á föstudaginn. Í gær voru haldnir viðburðir tengdir allsherjarþinginu þar sem utanríkisráðherra var á meðal þátttakenda. Í málstofu um aðgerðir gegn mansali og nútíma þrælahaldi lagði Guðlaugur Þór áherslu á samvinnu og minnti þar sérstaklega á viðkvæma stöðu kvenna og barna, sem Ísland hefði meðal annars gert að umtalsefni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir skemmstu. Utanríkisráðherra tók jafnframt þátt í fundi ríkja sem myndað hafa bandalag gegn viðskiptum með vörur og tækni sem nota mætti til pyntinga og dauðarefsinga. Þá var hundrað ára fæðingarafmælis Nelsons Mandela minnst í gær og flutti forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, samnorræna ræðu að því tilefni. Síðar í dag tekur Guðlaugur Þór þátt í umræðu um aðgerðir gegn plastmengun í hafi og sækir fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, sem Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, býður til.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í dag í 73. sinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur setningu þingsins. „Sameinuðu þjóðirnar hafa um áratugaskeið verið sá vettvangur þar sem ríki heims starfa saman að alþjóðlegum málefnum sem varða frið og öryggi, mannréttindi og þjóðarétt. Undanfarin ár hefur enn ríkari áhersla verið lögð á samvinnu um sjálfbæra þróun og umhverfis- og loftslagsmál. Samstarf ríkja innan Sameinuðu þjóðanna er ekki fullkomið en áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir krefjast þess að aðildarríkin láti ekki þrönga þjóðarhagsmuni ráða för heldur horfi til sameiginlegra heildarhagsmuna," segir Guðlaugur Þór, sem ávarpar allsherjarþingið á föstudaginn. Í gær voru haldnir viðburðir tengdir allsherjarþinginu þar sem utanríkisráðherra var á meðal þátttakenda. Í málstofu um aðgerðir gegn mansali og nútíma þrælahaldi lagði Guðlaugur Þór áherslu á samvinnu og minnti þar sérstaklega á viðkvæma stöðu kvenna og barna, sem Ísland hefði meðal annars gert að umtalsefni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir skemmstu. Utanríkisráðherra tók jafnframt þátt í fundi ríkja sem myndað hafa bandalag gegn viðskiptum með vörur og tækni sem nota mætti til pyntinga og dauðarefsinga. Þá var hundrað ára fæðingarafmælis Nelsons Mandela minnst í gær og flutti forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, samnorræna ræðu að því tilefni. Síðar í dag tekur Guðlaugur Þór þátt í umræðu um aðgerðir gegn plastmengun í hafi og sækir fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, sem Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, býður til.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent