Meirihluti sýrlenskra flóttakvenna í Tyrklandi lifir langt undir fátæktarmörkum Heimsljós kynnir 20. september 2018 09:00 Íris Björg Kristjánsdóttir. UN Women. Til að hægt væri að mæta þörfum flóttakvenna frá Sýrlandi í Tyrklandi eftir fremsta megni var gerð úttekt á stöðu þeirra að frumkvæði Írisar Bjargar Kristjánsdóttur sem er sérfræðingur á sviði mannréttinda og starfar hjá UN Women í Tyrklandi á vegum utanríkisráðuneytisins. Stór hluti verkefna snýr að baráttunni fyrir betra lífi sýrlenskra flóttakvenna. Tekin voru viðtöl við 1230 konur og stúlkur þar sem fram kom að meirihluti þeirra lifir langt undir fátæktarmörkum, jafnvel við hungurmörk. Þær eru einangraðar frá samfélaginu, komast ekki inn á vinnumarkaðinn, ýmist vegna fjölskylduaðstæðna, tungumálaörðugleika eða skorts á starfsþjálfun. Aðeins 15% þeirra kvenna sem rætt var við hafa einhverjar tekjur. Í skýrslu sem gerð var eftir úttektina kom einnig fram að um 70% viðmælenda tala enga tyrknesku og geta því ekki nýtt sér sjálfsögð réttindi og þjónustu þar í landi. Í frétt á vef UN Women kemur fram að stríðið í Sýrlandi hefur valdið umfangsmesta flóttamannastraumi sögunnar og áætlað er að í Tyrklandi búi um 3,5 milljónir sýrlensks flóttafólks, þar af eru 70% konur og börn. Konur sem verða undir í stríði og átökum eiga í mestri hættu á að þurfa að þola ofbeldi, búa við slæm lífsgæði og geta ekki séð fyrir sér og sínum í nýju landi. Vegna áframhaldandi átaka í Sýrlandi má búast við enn frekari fólksflutningum þangað á komandi mánuðum. Þegar húsnæðismál þeirra voru könnuð í fyrrnefndri úttekt kom í ljós að 36% mátu ástand sitt afar slæmt og 17% sögðust búa í óviðunandi húsnæði á borð við gluggalausar kjallaraholur eða ruslakofa. Plássleysi og troðningur er langvarandi vandamál í híbýlum flóttakvenna sem setur aukið álag á þær og eykur hættuna á því að þær verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá kom fram að aðeins 23% stúlkna á aldrinum 15-17 ganga í skóla því margar þeirra hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og neyðast til að sinna heimili og fjölskyldu. Íris Björk segir í frétt UN Women að viðmælendur hafi oft lagt ofuráherslu á mikilvægi þess að fá tungumálakennslu og barnagæslu svo þær gætu menntað sig og komist út á vinnumarkaðinn. „Margt hefur þegar áunnist í málefnum sýrlenskra flóttakvenna í Tyrklandi frá því að UN Women hófu að starfa í þeirra þágu árið 2016 í Tyrklandi. Til dæmis var SADA neyðarathvarfinu í Gaziantep komið á fót árið 2017 en þangað geta sýrlenskar flóttakonur sótt sér starfsþjálfun og félagslega aðstoð. Hægt er að lesa meira um árangur verkefnisins hér,“ segir í fréttinni. „Við hjá UN Women höldum áfram að berjast fyrir bættum lífsgæðum flóttakvenna í Tyrklandi og leggjum áherslu á að valdefla stúlkur og konur. Við tryggjum þeim aðgang að þeim atvinnutækifærum, réttindum og þjónustu sem þær eiga rétt á samkvæmt alþjóðasamningum og landslögum. Þess má geta að Íris Björg og samstarfsfólk hennar hjá UN Women undirbúa nú opnun á sex öðrum neyðarathvörfum fyrir sýrlenskar konur á flótta í Tyrklandi.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Til að hægt væri að mæta þörfum flóttakvenna frá Sýrlandi í Tyrklandi eftir fremsta megni var gerð úttekt á stöðu þeirra að frumkvæði Írisar Bjargar Kristjánsdóttur sem er sérfræðingur á sviði mannréttinda og starfar hjá UN Women í Tyrklandi á vegum utanríkisráðuneytisins. Stór hluti verkefna snýr að baráttunni fyrir betra lífi sýrlenskra flóttakvenna. Tekin voru viðtöl við 1230 konur og stúlkur þar sem fram kom að meirihluti þeirra lifir langt undir fátæktarmörkum, jafnvel við hungurmörk. Þær eru einangraðar frá samfélaginu, komast ekki inn á vinnumarkaðinn, ýmist vegna fjölskylduaðstæðna, tungumálaörðugleika eða skorts á starfsþjálfun. Aðeins 15% þeirra kvenna sem rætt var við hafa einhverjar tekjur. Í skýrslu sem gerð var eftir úttektina kom einnig fram að um 70% viðmælenda tala enga tyrknesku og geta því ekki nýtt sér sjálfsögð réttindi og þjónustu þar í landi. Í frétt á vef UN Women kemur fram að stríðið í Sýrlandi hefur valdið umfangsmesta flóttamannastraumi sögunnar og áætlað er að í Tyrklandi búi um 3,5 milljónir sýrlensks flóttafólks, þar af eru 70% konur og börn. Konur sem verða undir í stríði og átökum eiga í mestri hættu á að þurfa að þola ofbeldi, búa við slæm lífsgæði og geta ekki séð fyrir sér og sínum í nýju landi. Vegna áframhaldandi átaka í Sýrlandi má búast við enn frekari fólksflutningum þangað á komandi mánuðum. Þegar húsnæðismál þeirra voru könnuð í fyrrnefndri úttekt kom í ljós að 36% mátu ástand sitt afar slæmt og 17% sögðust búa í óviðunandi húsnæði á borð við gluggalausar kjallaraholur eða ruslakofa. Plássleysi og troðningur er langvarandi vandamál í híbýlum flóttakvenna sem setur aukið álag á þær og eykur hættuna á því að þær verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá kom fram að aðeins 23% stúlkna á aldrinum 15-17 ganga í skóla því margar þeirra hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og neyðast til að sinna heimili og fjölskyldu. Íris Björk segir í frétt UN Women að viðmælendur hafi oft lagt ofuráherslu á mikilvægi þess að fá tungumálakennslu og barnagæslu svo þær gætu menntað sig og komist út á vinnumarkaðinn. „Margt hefur þegar áunnist í málefnum sýrlenskra flóttakvenna í Tyrklandi frá því að UN Women hófu að starfa í þeirra þágu árið 2016 í Tyrklandi. Til dæmis var SADA neyðarathvarfinu í Gaziantep komið á fót árið 2017 en þangað geta sýrlenskar flóttakonur sótt sér starfsþjálfun og félagslega aðstoð. Hægt er að lesa meira um árangur verkefnisins hér,“ segir í fréttinni. „Við hjá UN Women höldum áfram að berjast fyrir bættum lífsgæðum flóttakvenna í Tyrklandi og leggjum áherslu á að valdefla stúlkur og konur. Við tryggjum þeim aðgang að þeim atvinnutækifærum, réttindum og þjónustu sem þær eiga rétt á samkvæmt alþjóðasamningum og landslögum. Þess má geta að Íris Björg og samstarfsfólk hennar hjá UN Women undirbúa nú opnun á sex öðrum neyðarathvörfum fyrir sýrlenskar konur á flótta í Tyrklandi.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent