Rúmar tvær milljónir í neyðaraðstoð til Laos Heimsljós kynnir 13. september 2018 09:00 Myndir frá vettvangi. SOS Barnaþorpin. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent 2,1 milljón króna (20,000 Bandaríkjadali) til hjálpar börnum á flóðasvæðum í Laos í Suðaustur-Asíu. Þar brast stór stífla 23. júlí síðastliðinn með þeim afleiðingum að 36 létu lífið og 98 er enn saknað. Flóð vegna hamfaranna og monsún-rigninga flæddu yfir 13 þorp og höfðu áhrif á líf þrettán þúsunda. Um sjö þúsund manns í sex þorpum misstu heimili sín en hundruð heimila eyðilögðust á Sanamxay svæðinu. SOS Barnaþorpin voru ein fyrstu hjálparsamtökin í heiminum til að bregðast við neyðinni sem skapaðist af flóðunum. Samtökin eru enn að störfum á svæðinu nú nærri tveimur mánuðum eftir að hörmungarnar dundu yfir. Samtökin útvega mat og aðstoða hundruð barna sem eru á vergangi ásamt fjölskyldum sínum. Þrettán skólar eyðilögðust í hamförunum.Fleiri börn á hverjum degi„Það koma alltaf fleiri og fleiri börn til okkar á hverjum degi. Yfir tvo hundruð börn koma daglega á umsjónarsvæðin okkar þar sem við höldum við uppi ýmissi starfsemi fyrir börnin eins og afþreyingu og kennslu. Við höfum verið að færa til kennara úr öðrum verkefnum okkar og koma á kennslu hérna,“ segir Soumata Dengchampa framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Laos. Hann bendir jafnframt á að yfir 30 ungmenni úr öðrum SOS barnaþorpum hafi boðið sig fram í sjálfboðavinnu til að hjálpa.Dýrmæt sérþekking hjá SOSShubha Murthi aðgerðarstjóri SOS Barnaþorpanna segir að sérþekking innan SOS og snör viðbrögð hafi skipt miklu máli. „Við náðum að bregðast hratt við þessum hryllilega harmleik. Þarna munaði um sérþekkingu sem við öðluðumst vegna jarðskjálftanna í Nepal árið 2015. SOS Barnaþorpin þar í landi endurguldu nú aðstoð sem þeim barst fyrir þremur árum og sendu mannafla til okkar. Þetta undirstrikar að samtökin eru eitt stórt lið sem hjálpast að.“Frétt SOS BarnaþorpannaÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent 2,1 milljón króna (20,000 Bandaríkjadali) til hjálpar börnum á flóðasvæðum í Laos í Suðaustur-Asíu. Þar brast stór stífla 23. júlí síðastliðinn með þeim afleiðingum að 36 létu lífið og 98 er enn saknað. Flóð vegna hamfaranna og monsún-rigninga flæddu yfir 13 þorp og höfðu áhrif á líf þrettán þúsunda. Um sjö þúsund manns í sex þorpum misstu heimili sín en hundruð heimila eyðilögðust á Sanamxay svæðinu. SOS Barnaþorpin voru ein fyrstu hjálparsamtökin í heiminum til að bregðast við neyðinni sem skapaðist af flóðunum. Samtökin eru enn að störfum á svæðinu nú nærri tveimur mánuðum eftir að hörmungarnar dundu yfir. Samtökin útvega mat og aðstoða hundruð barna sem eru á vergangi ásamt fjölskyldum sínum. Þrettán skólar eyðilögðust í hamförunum.Fleiri börn á hverjum degi„Það koma alltaf fleiri og fleiri börn til okkar á hverjum degi. Yfir tvo hundruð börn koma daglega á umsjónarsvæðin okkar þar sem við höldum við uppi ýmissi starfsemi fyrir börnin eins og afþreyingu og kennslu. Við höfum verið að færa til kennara úr öðrum verkefnum okkar og koma á kennslu hérna,“ segir Soumata Dengchampa framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Laos. Hann bendir jafnframt á að yfir 30 ungmenni úr öðrum SOS barnaþorpum hafi boðið sig fram í sjálfboðavinnu til að hjálpa.Dýrmæt sérþekking hjá SOSShubha Murthi aðgerðarstjóri SOS Barnaþorpanna segir að sérþekking innan SOS og snör viðbrögð hafi skipt miklu máli. „Við náðum að bregðast hratt við þessum hryllilega harmleik. Þarna munaði um sérþekkingu sem við öðluðumst vegna jarðskjálftanna í Nepal árið 2015. SOS Barnaþorpin þar í landi endurguldu nú aðstoð sem þeim barst fyrir þremur árum og sendu mannafla til okkar. Þetta undirstrikar að samtökin eru eitt stórt lið sem hjálpast að.“Frétt SOS BarnaþorpannaÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent