Fjöruferð ferðamanns endaði með gjörónýtum bílaleigubíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2018 14:45 Bíllinn er gjörónýtur Mynd/Halldór Gíslason Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira