Börn sett í ólíðandi aðstæður í boði borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. október 2018 12:05 Inntökuskilyrði í Klettaskóla eru of ströng. Í skólanum eru 130 nemendur en upphaflega var gert ráð fyrir að þar stunduðu innan við hundrað nemendur nám. Foreldrar sem hafa óskað eftir vist fyrir barn sitt í sérskólaúrræði eins og Klettaskóla hafa orðið frá að víkja ef fyrirsjáanlegt er að barnið nær ekki þeim viðmiðunum, stundum naumlega, sem inntökuskilyrðin gera ráð fyrir. Eðli málsins samkvæmt er því enginn biðlisti í Klettaskóla að heitið geti. Nemendur með miðlungs eða væga þroskahömlun stunda öllu jafnan nám í almennum bekk, sum með stuðning og í sérkennslu. Einn þátttökubekkur er rekinn í tengslum við Klettaskóla. Hann var settur á fót 2013 og eru sömu inntökuskilyrðin í hann og Klettaskóla.Vaxandi vanlíðanÍ ljósi vaxandi vanlíðunar barna, aukins sjálfsskaða og aukinnar tíðni sjálfsvígshugsana samkvæmt niðurstöðu sem birtist í nýlegri skýrslu Embættis landlæknis er hér um alvarlegan hlut að ræða í skólakerfi Reykjavíkur. Skóli án aðgreiningar er sú stefna sem Reykjavíkurborg rekur í skólamálum. Ef skóli án aðgreiningar á að vera fyrir öll börn þarf að fylgja honum fullnægjandi fjármagn til að hægt sé að bjóða börnum með væga og miðlungs þroskahömlun og börnum með aðrar sérþarfir þjónustu við hæfi. Um er að ræða þjónustu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, aðgengi að sálfræðingi, sérkennara, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og náms-og félagsráðgjafa. Þetta er ekki raunveruleikinn í skólakerfi Reykjavíkurborgar. Í Reykjavík er ekki nægjanlega hlúð að börnum með þroskahömlun í skóla án aðgreiningar. Börn með væga og miðlungs þroskahömlun eru mörg sett í ólíðandi skólaaðstæður í boði borgarinnar. Mörg eru einangruð, einmana og finna sig ekki í aðstæðunum þar sem þau geta ekki það sama og hin börnin. Þeim finnst þau vera öðruvísi og eignast ekki vini á jafningjagrunni.Hvað segja foreldrar barna með þroskahömlun?Kannanir hafa verið gerðar hjá Reykjavíkurborg en í engri þeirra koma fram skoðanir foreldra þroskahamlaðra barna. Rætt er um sérþarfir í könnunum sem er mjög vítt hugtak og getur vísað til alls mögulegs s.s. lesblindu, málþroskaröskun, ADHD en ekki endilega til þroskahamlana á borð við vitsmunaþroskaskerðingu. Börn með þroskahömlun og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur. Þetta er ekki háværasti hópurinn í samfélaginu. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börn sín, að þau fái þjónustu við hæfi og séu í aðstæðum þar sem þau geta notið sín í undirbúningnum undir lífið. Margir foreldra barna með þroskahömlun bera kvíðboga fyrir börnum sínum nú og til framtíðar og svíður að hafa ekki val um skóla- og námsúrræði sem hentar þeim betur.Hvert er stefnt?Borgarmeirihlutinn hefur staðfest að ekki verði sett á laggirnar fleiri sérskólaúrræði með því að fella tillögur þess efnis sem lagðar voru fram í borgarstjórn. Tillögurnar voru felldar á þeim grundvelli að ekki sé þörf fyrir fleiri og fjölbreyttari sérúrræð fyrir nemendur með þroskahömlun. Þetta samræmist ekki því sem foreldrar barna með miðlungs eða væga þroskahömlun segja. Ný tillaga hefur verið lögð fram í Skóla- og frístundaráði um að rýmka inntökureglur í þátttökubekki. Til stóð upphaflega að bekkirnir yrðu fjórir en í dag er aðeins einn slíkur bekkur og er hann fullsetinn. Með því að bæta við þátttökubekk og rýmka inntökuskilyrðin svo þau nái utan um börn með væga og miðlungs þroskahömlun mun koma í ljós hver hin raunverulega þörf er. Fjölgi umsóknum í „þátttökubekk“ ætti síðan að vera í lófa lagið að fjölga þeim eftir þörfum. Hættum að þjösnast áfram í þessum málum og rembast við að steypa öll börn í sama mót. Skóli án aðgreiningar er rekinn af vanefnum í Reykjavík og er því ekki í þágu allra barna. Segja má að tvennt standi til boða að gera, annars vegar að gera skóla án aðgreiningar fullnægjandi fyrir öll börn eða fjölga sérúrræðum. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefnið er við hæfi og þar sem félagslegum þörfum þess er mætt.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Inntökuskilyrði í Klettaskóla eru of ströng. Í skólanum eru 130 nemendur en upphaflega var gert ráð fyrir að þar stunduðu innan við hundrað nemendur nám. Foreldrar sem hafa óskað eftir vist fyrir barn sitt í sérskólaúrræði eins og Klettaskóla hafa orðið frá að víkja ef fyrirsjáanlegt er að barnið nær ekki þeim viðmiðunum, stundum naumlega, sem inntökuskilyrðin gera ráð fyrir. Eðli málsins samkvæmt er því enginn biðlisti í Klettaskóla að heitið geti. Nemendur með miðlungs eða væga þroskahömlun stunda öllu jafnan nám í almennum bekk, sum með stuðning og í sérkennslu. Einn þátttökubekkur er rekinn í tengslum við Klettaskóla. Hann var settur á fót 2013 og eru sömu inntökuskilyrðin í hann og Klettaskóla.Vaxandi vanlíðanÍ ljósi vaxandi vanlíðunar barna, aukins sjálfsskaða og aukinnar tíðni sjálfsvígshugsana samkvæmt niðurstöðu sem birtist í nýlegri skýrslu Embættis landlæknis er hér um alvarlegan hlut að ræða í skólakerfi Reykjavíkur. Skóli án aðgreiningar er sú stefna sem Reykjavíkurborg rekur í skólamálum. Ef skóli án aðgreiningar á að vera fyrir öll börn þarf að fylgja honum fullnægjandi fjármagn til að hægt sé að bjóða börnum með væga og miðlungs þroskahömlun og börnum með aðrar sérþarfir þjónustu við hæfi. Um er að ræða þjónustu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, aðgengi að sálfræðingi, sérkennara, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og náms-og félagsráðgjafa. Þetta er ekki raunveruleikinn í skólakerfi Reykjavíkurborgar. Í Reykjavík er ekki nægjanlega hlúð að börnum með þroskahömlun í skóla án aðgreiningar. Börn með væga og miðlungs þroskahömlun eru mörg sett í ólíðandi skólaaðstæður í boði borgarinnar. Mörg eru einangruð, einmana og finna sig ekki í aðstæðunum þar sem þau geta ekki það sama og hin börnin. Þeim finnst þau vera öðruvísi og eignast ekki vini á jafningjagrunni.Hvað segja foreldrar barna með þroskahömlun?Kannanir hafa verið gerðar hjá Reykjavíkurborg en í engri þeirra koma fram skoðanir foreldra þroskahamlaðra barna. Rætt er um sérþarfir í könnunum sem er mjög vítt hugtak og getur vísað til alls mögulegs s.s. lesblindu, málþroskaröskun, ADHD en ekki endilega til þroskahamlana á borð við vitsmunaþroskaskerðingu. Börn með þroskahömlun og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur. Þetta er ekki háværasti hópurinn í samfélaginu. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börn sín, að þau fái þjónustu við hæfi og séu í aðstæðum þar sem þau geta notið sín í undirbúningnum undir lífið. Margir foreldra barna með þroskahömlun bera kvíðboga fyrir börnum sínum nú og til framtíðar og svíður að hafa ekki val um skóla- og námsúrræði sem hentar þeim betur.Hvert er stefnt?Borgarmeirihlutinn hefur staðfest að ekki verði sett á laggirnar fleiri sérskólaúrræði með því að fella tillögur þess efnis sem lagðar voru fram í borgarstjórn. Tillögurnar voru felldar á þeim grundvelli að ekki sé þörf fyrir fleiri og fjölbreyttari sérúrræð fyrir nemendur með þroskahömlun. Þetta samræmist ekki því sem foreldrar barna með miðlungs eða væga þroskahömlun segja. Ný tillaga hefur verið lögð fram í Skóla- og frístundaráði um að rýmka inntökureglur í þátttökubekki. Til stóð upphaflega að bekkirnir yrðu fjórir en í dag er aðeins einn slíkur bekkur og er hann fullsetinn. Með því að bæta við þátttökubekk og rýmka inntökuskilyrðin svo þau nái utan um börn með væga og miðlungs þroskahömlun mun koma í ljós hver hin raunverulega þörf er. Fjölgi umsóknum í „þátttökubekk“ ætti síðan að vera í lófa lagið að fjölga þeim eftir þörfum. Hættum að þjösnast áfram í þessum málum og rembast við að steypa öll börn í sama mót. Skóli án aðgreiningar er rekinn af vanefnum í Reykjavík og er því ekki í þágu allra barna. Segja má að tvennt standi til boða að gera, annars vegar að gera skóla án aðgreiningar fullnægjandi fyrir öll börn eða fjölga sérúrræðum. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefnið er við hæfi og þar sem félagslegum þörfum þess er mætt.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun