Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2018 06:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar í Hæstarétti síðastliðinn fimmtudag þegar dómur gekk í endurupptöku málanna. fréttablaðið/eyþór Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30
Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10