Kóngurinn Ólafur Jóh Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2018 08:30 Ólafur Jóhannesson varð Íslandsmeistari í fimmta sinn. vísir/bára Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki