Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. október 2018 21:55 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan. Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan.
Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15