Félag atvinnurekenda (FA) og SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, segja veiðigjaldafrumvarp sjávarútvegsráðherra ýta undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi og mismuna fyrirtækjum.
Þar sem verð á afla frá skipi inn í fiskvinnslur er grundvöllur álagningar veiðigjalda telja félögin að þar sé hvati til að ýta enn frekar undir að útgerðir þrýsti verði niður til eigin fiskvinnslna til að minnka útlagðan kostnað í formi veiðigjalda „með tilheyrandi afleiðingum fyrir tekjur sjómanna og hafnarsjóða og samkeppnisstöðu fiskvinnslna“, segir í umsögn félaganna.

