Jóhann Þór: Veit ekki hvort ég haldi áfram hérna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2018 21:16 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. vísir/ernir Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti