Ríkisstarfsmenn María Bjarnadóttir skrifar 19. október 2018 07:00 Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í ár er svo spennandi að topp 10 listinn minn yfir áhugaverð þingmál, er topp 19 listi. Á listanum eru meðal annars fimm frumvörp sem eiga að styrkja tjáningarfrelsið, uppáhalds mannréttindin mín. Eitt þeirra miðar að því að skýra lögbundnar takmarkanir á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þetta þykir mér spennandi, bæði af persónulegum og faglegum ástæðum. Þau sjö ár sem ég var ríkisstarfsmaður treysti ég mér ekki til þess að hafa sterka skoðun á nokkru einasta pólítísku málefni á almannafæri, nema þegar ég var í fæðingarorlofi. Ég lækaði almennt ekkert á samfélagsmiðlum ef það varðaði eitthvað umdeildara en lýsingu við gangbrautir. Sagði fátt um samfélagsleg málefni, jafnvel þegar ég hafði á þeim skoðanir sem borgari eða þekkingu sem sérfræðingur. Þegar ráðherrann minn stóð í pontu á Alþingi og hélt því fram að einhver samstarfsmanna minna gæti hafa framið alvarlegt lögbrot sagði ég ekkert á almannafæri. Ekki múkk. Líklega tók ég lögbundnar skerðingar á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna full alvarlega. Mér til varnaðar er ég lögfræðingur. Því getur fylgt að taka lög alvarlega. Ég tjáði mig líka alveg, en bara í öruggum rýmum; við vinnufélaga, í saumaklúbb eða við kvöldmatarborðið (og axla samhliða fulla ábyrgð á því að börnin mín lærðu snemma að blóta). Þó að lögin um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hafi sannarlega ekki haldið aftur af öllum opinberum starfsmönnum með sama hætti, er frumvarpið sem kynnt hefur verið til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á samfélagslega umræðu. Í það minnsta spái ég því að það muni fjölga lækum á samfélagsmiðlum verulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í ár er svo spennandi að topp 10 listinn minn yfir áhugaverð þingmál, er topp 19 listi. Á listanum eru meðal annars fimm frumvörp sem eiga að styrkja tjáningarfrelsið, uppáhalds mannréttindin mín. Eitt þeirra miðar að því að skýra lögbundnar takmarkanir á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þetta þykir mér spennandi, bæði af persónulegum og faglegum ástæðum. Þau sjö ár sem ég var ríkisstarfsmaður treysti ég mér ekki til þess að hafa sterka skoðun á nokkru einasta pólítísku málefni á almannafæri, nema þegar ég var í fæðingarorlofi. Ég lækaði almennt ekkert á samfélagsmiðlum ef það varðaði eitthvað umdeildara en lýsingu við gangbrautir. Sagði fátt um samfélagsleg málefni, jafnvel þegar ég hafði á þeim skoðanir sem borgari eða þekkingu sem sérfræðingur. Þegar ráðherrann minn stóð í pontu á Alþingi og hélt því fram að einhver samstarfsmanna minna gæti hafa framið alvarlegt lögbrot sagði ég ekkert á almannafæri. Ekki múkk. Líklega tók ég lögbundnar skerðingar á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna full alvarlega. Mér til varnaðar er ég lögfræðingur. Því getur fylgt að taka lög alvarlega. Ég tjáði mig líka alveg, en bara í öruggum rýmum; við vinnufélaga, í saumaklúbb eða við kvöldmatarborðið (og axla samhliða fulla ábyrgð á því að börnin mín lærðu snemma að blóta). Þó að lögin um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hafi sannarlega ekki haldið aftur af öllum opinberum starfsmönnum með sama hætti, er frumvarpið sem kynnt hefur verið til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á samfélagslega umræðu. Í það minnsta spái ég því að það muni fjölga lækum á samfélagsmiðlum verulega.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun