Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 22:18 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við aðra leiðtoga ESB-ríkja í Brussel fyrr í kvöld. getty/Pier Marco Tacca Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum. Brexit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum.
Brexit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira