Ekkert okur hjá H&M Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. október 2018 06:00 Frá opnun H&M við Hafnartorg. Fréttablaðið/Anton Brink Lítill verðmunur er í flestum tilfellum á nýjum fatnaði í H&M hér á landi og í Noregi samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Heldur meiri verðmunur er á milli H&M hér og í Bretlandi en þó ekki nærri því sem Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hélt fram á dögunum. Fullyrti hann að verð í H&M hér á landi væri „yfirleitt um 30 prósentum hærra“ en á hinum Norðurlöndunum og undir þær fullyrðingar tók dósent við Háskóla Íslands. Fréttablaðið athugaði verð á nokkrum nýjum vörum úr haustlínu herra í verslun H&M í Kringlunni og bar saman við uppgefin verð í fjórum öðrum löndum. Þegar verð hér er borið saman við í Noregi má sjá að munurinn er óverulegur, eða í kringum fjögur prósent, á tveimur vörum. Mestur er verðmunurinn á þunnri peysu sem kostar hér 2.495 krónur en sem nemur 2.151 krónu í Noregi. Munurinn er 16 prósent eða 344 krónur. Munurinn á sömu peysu hér og í Bretlandi er 24 prósent eða 485 krónur. Athygli vakti að Chelsea-ökklaskór eru ódýrari hér. Raunar reyndust skórnir ódýrari hér en bæði í Noregi og Danmörku og er verð þeirra nær því sem tíðkast í Bretlandi. Lítill verðmunur reyndist einnig á H&M hér og í Danmörku og Svíþjóð. Mestur var verðmunurinn á peysunni þunnu milli Íslands og Svíþjóðar eða 26,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu H&M Neytendur Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 „Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum en öðrum“ Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. 17. október 2018 14:05 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Lítill verðmunur er í flestum tilfellum á nýjum fatnaði í H&M hér á landi og í Noregi samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Heldur meiri verðmunur er á milli H&M hér og í Bretlandi en þó ekki nærri því sem Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hélt fram á dögunum. Fullyrti hann að verð í H&M hér á landi væri „yfirleitt um 30 prósentum hærra“ en á hinum Norðurlöndunum og undir þær fullyrðingar tók dósent við Háskóla Íslands. Fréttablaðið athugaði verð á nokkrum nýjum vörum úr haustlínu herra í verslun H&M í Kringlunni og bar saman við uppgefin verð í fjórum öðrum löndum. Þegar verð hér er borið saman við í Noregi má sjá að munurinn er óverulegur, eða í kringum fjögur prósent, á tveimur vörum. Mestur er verðmunurinn á þunnri peysu sem kostar hér 2.495 krónur en sem nemur 2.151 krónu í Noregi. Munurinn er 16 prósent eða 344 krónur. Munurinn á sömu peysu hér og í Bretlandi er 24 prósent eða 485 krónur. Athygli vakti að Chelsea-ökklaskór eru ódýrari hér. Raunar reyndust skórnir ódýrari hér en bæði í Noregi og Danmörku og er verð þeirra nær því sem tíðkast í Bretlandi. Lítill verðmunur reyndist einnig á H&M hér og í Danmörku og Svíþjóð. Mestur var verðmunurinn á peysunni þunnu milli Íslands og Svíþjóðar eða 26,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Neytendur Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 „Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum en öðrum“ Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. 17. október 2018 14:05 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
„Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum en öðrum“ Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. 17. október 2018 14:05
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47