Upphitun: Hamilton getur tryggt sér titilinn Bragi Þórðarson skrifar 17. október 2018 18:00 Verður Hamilton meistari um helgina? vísir/getty Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn. Formúla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn.
Formúla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira