Sýndi fram á frumbyggjablóð eftir ítrekaðar Pocahontas-háðsglósur Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 08:20 Elizabeth Warren situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn. Getty/Andrew Harrer Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54
Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21
Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42