Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 22:51 Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld og í leikslok gerði Freyr leikinn upp með Ríkharð Óskari Guðnasyni, Eið Smára Guðjohnsen og Ólafi Inga Skúlasyni á Stöð 2 Sport. „Fyrri hálfleikur var fínn og við náðum að skapa okkur færi. Við höfum verið að vinna í því frá síðasta verkefni að sækja á fleiri mönnum og vera hugrakkari,“ sagði Freyr. „Það gekk vel og við fengum fullt af færum. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en leikurinn var að klárast og ég á eftir að fara yfir þetta aftur en samkvæmt tölfræðinni var þetta í góðu standi.“ Fyrri hálfleikurinn spilaðist vel, eins og Freyr sagði, en byrjun síðari hálfleiks var ekki góð og skyndilega var Sviss komið í 2-0. „Það kemur kafli í kringum fyrra markið sem er ekki vel spilaður. Það slitnar of mikið á milli og við látum þá teyma okkur út úr stöðum. Það var ekki góður kafli en annars er margt mjög gott í þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun hjá Hamrén og Frey hafa fylgt í kjölfarið tveir leikir gegn Frökkum og Sviss þar sem betri teikn eru á lofti. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er fín holning á liðinu og þrátt fyrir tap á heimavelli, sem við erum aldrei sáttir við, er heilt yfir fullt af jákvæðum teiknum á lofti.“ En hvernig er að vinna með Hamrén? „Þetta tekur tíma. Ég þekkti manninn lítið sem ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman og eins og strákarnir eru búnir að segja í viðtölum þá er hann mikið í að tala við leikmenn.“ „Hann er með öðruvísi nálgun en við þekkjum. Hann er mjög mikið í einn á einn. Hann gefur mikið "feedback" og það er öðruvísi áreiti. Samvinnan gengur vel en við erum enn að læra á hvor annan,“ sagði Freyr. Allt innslagið með Frey má sjá hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira