Langflestir útlendingar í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. október 2018 06:00 Af þeim 25 sem hér busla í Landmannalaugum má áætla að aðeins þrír hafi verið íslenskir, til dæmis þeir sem eru innan hringsins. Vísir/Vilhelm Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira