

Þungir fasteignaskattar
Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið.
Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar.
Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna.
Skoðun

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar