Tvær breytingar eru frá 2-2 jafnteflinu gegn heimsmeisturum Frakka á fimmtudagskvöldið. Hannes Þór Halldórsson kemur í markið í stað Rúnars Alex Rúnarsson og Birkir Már Sævarsson er meiddur. Hörður Björgvin Magnússon kemur í hans stað.
Annað er eins en Emil Hallfreðsson er kominn inn í hópinn eftir að hafa verið meiddur í leiknum gegn Frakklandi. Emil fær sér sæti á bekknum ásamt Samúel Kára Friðjónssyni sem var einnig kallaður inn í hópinn.
Leiknum í kvöld verður að sjálfsögðu lýst á Vísi en hann er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2Sport. Leikurinn hefst 18.45 en Ríkharð Óskar Guðnason og spekingar hans byrja upphitun sína klukkan 18.00.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Birkir Bjarnason
Arnór Ingvi Traustason
Gylfi Sigurðsson
Alfreð Finnbogason
Our starting lineup for the game against Switzerland!#fyririsland pic.twitter.com/bQghxsqZ25
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 15, 2018