Hið ómögulega Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 15. október 2018 10:00 Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar