Beit dyravörð og gest í miðborginni Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 12:35 Lögregla hefur haft í nógu að snúast síðan kl.18 í gær. Vísir/Vilhelm Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt. Lögreglumál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira