Erik Hamrén vildi ekki gefa upp hvort hann héldi sig við 4-5-1 leikkerfið eða færi aftur í 4-4-2 á móti Sviss í Þjóðadeildinni annað kvöld.
Hamrén stillti upp í 4-4-2 á móti Sviss í september, ákvörðun sem var nokkuð gagnrýnd eftir að liðið hafði spilað útfærslu af 4-5-1 í síðustu leikjum Heimis Hallgrímssonar.
Hamrén fór í 4-5-1, eða 4-4-1-1 eins og hann lýsti því sjálfur, á móti Belgíu og Frakklandi og var frammistaða liðsins mun betri í þeim leikjum.
Á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag var Hamrén spurður að því hvort hann ætlaði aftur í 4-4-2 á móti Sviss.
„Þetta snýst ekki um hvað þú kallar þetta í tölum, þetta snýst um hvernig við vinnum á vellinum,“ sagði Hamrén á fundinum.
„Það er ekki víst að leikkerfið hafi verið ástæðan fyrir því hversu illa liðið spilaði. Þó leikkerfið hafi verið 4-4-1-1 í síðustu tveimur leikjum þá er liðið meira í 4-4-2 þegar það verst.“
Hamrén: Skiptir ekki máli hvað þú kallar uppstillinguna í tölum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti
