Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:58 Spor eftir Opportunity nærri Þrautseigjudal á ryðguðu yfirborði Mars í júní í fyrra. NASA/JPL-Caltech/Cornell/Ríkisháskóli Arizona Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra. Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra.
Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52