Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:00 Fjölskylduaðskilnaðarstefnan er nær eina dæmið um að ríkisstjórn Trump hafi undið kvæði sínu í kross vegna pólitísks þrýstings og óvinsælda stefnunnar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að ríkisstjórn hans væri að íhuga að taka aftur upp stefnu um að skilja börn frá foreldrum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Stjórnin varð gerð afturreka með slíka stefnu eftir harða gagnrýni í sumar. Forsetinn segist hins vegar telja að sú stefna hafi skilað árangri. Þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu yfir landamærin að Mexíkó í vor og byrjun sumars samkvæmt nýrri stefnu sem ríkisstjórn Trump tók upp. Í mörgum tilfellum voru börnin enn vistuð í skýlum í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrum þeirra úr landi. Trump-stjórnin dró stefnuna til baka eftir mikla gagnrýni og mótmæli í sumar. Dómstóll hafði einnig skipað alríkisstjórninni að sameina fjölskyldurnar aftur. Washington Post sagði frá því nýlega að Bandaríkjastjórn væri nú að skoða aðra útfærslu á því að stía fjölskyldum fólks sem kemur ólöglega til landsins í sundur. Tilgangurinn er að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Ein útfærslan sem er sögð í skoðun er að yfirvöld handtaki fjölskyldur sem leita hælis í Bandaríkjunum saman í allt að tuttugu daga. Að þeim tíma liðnum verði foreldrunum gefið val um að vera áfram í skýli fyrir fjölskyldur í mánuði eða ár á meðan mál þeirra er til meðferðar eða leyfa yfirvöldum að fara með börnin í sérstök skýli þar sem ættingjar eða aðrir forráðamenn geta vitjað þeirra. „Við erum að skoða allt sem maður getur skoðað þegar kemur að ólöglegum komum fólks til landsins,“ sagði Trump við fréttamenn í gær.Ekkert bendir til að aðskilnaðurinn fæli fólk frá Við sama tilefni lýsti forsetinn trú sinni á að stefnan skilaði árangri í að fæla fólk frá því að koma til Bandaríkjanna. „Ef þau halda að þau verði skilin að, þá munu þau ekki koma,“ sagði Trump sem telur að sterkur efnahagur Bandaríkjanna sé ástæða þess að svo margir reyni að komast ólöglega þangað. Engar vísbendingar eru þó sagðar styðja þá fullyrðingu forsetans að aðskilnaður fjölskyldna fæli fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Þannig dró ekki úr fjölda þeirra sem reyndu að komast ólöglega til landsins á meðan að stefnan umdeilda var í gildi fyrr á þessu ári. Í fréttaskýringu vefmiðilsins Vox kemur einnig fram að það sama gildi um handtökur fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Ekki hafi orðið fækkun á fólki sem reyndi að komast yfir landamærin árið 2014 þegar ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta byrjaði að halda því í lengri tíma. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að ríkisstjórn hans væri að íhuga að taka aftur upp stefnu um að skilja börn frá foreldrum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Stjórnin varð gerð afturreka með slíka stefnu eftir harða gagnrýni í sumar. Forsetinn segist hins vegar telja að sú stefna hafi skilað árangri. Þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu yfir landamærin að Mexíkó í vor og byrjun sumars samkvæmt nýrri stefnu sem ríkisstjórn Trump tók upp. Í mörgum tilfellum voru börnin enn vistuð í skýlum í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrum þeirra úr landi. Trump-stjórnin dró stefnuna til baka eftir mikla gagnrýni og mótmæli í sumar. Dómstóll hafði einnig skipað alríkisstjórninni að sameina fjölskyldurnar aftur. Washington Post sagði frá því nýlega að Bandaríkjastjórn væri nú að skoða aðra útfærslu á því að stía fjölskyldum fólks sem kemur ólöglega til landsins í sundur. Tilgangurinn er að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Ein útfærslan sem er sögð í skoðun er að yfirvöld handtaki fjölskyldur sem leita hælis í Bandaríkjunum saman í allt að tuttugu daga. Að þeim tíma liðnum verði foreldrunum gefið val um að vera áfram í skýli fyrir fjölskyldur í mánuði eða ár á meðan mál þeirra er til meðferðar eða leyfa yfirvöldum að fara með börnin í sérstök skýli þar sem ættingjar eða aðrir forráðamenn geta vitjað þeirra. „Við erum að skoða allt sem maður getur skoðað þegar kemur að ólöglegum komum fólks til landsins,“ sagði Trump við fréttamenn í gær.Ekkert bendir til að aðskilnaðurinn fæli fólk frá Við sama tilefni lýsti forsetinn trú sinni á að stefnan skilaði árangri í að fæla fólk frá því að koma til Bandaríkjanna. „Ef þau halda að þau verði skilin að, þá munu þau ekki koma,“ sagði Trump sem telur að sterkur efnahagur Bandaríkjanna sé ástæða þess að svo margir reyni að komast ólöglega þangað. Engar vísbendingar eru þó sagðar styðja þá fullyrðingu forsetans að aðskilnaður fjölskyldna fæli fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Þannig dró ekki úr fjölda þeirra sem reyndu að komast ólöglega til landsins á meðan að stefnan umdeilda var í gildi fyrr á þessu ári. Í fréttaskýringu vefmiðilsins Vox kemur einnig fram að það sama gildi um handtökur fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Ekki hafi orðið fækkun á fólki sem reyndi að komast yfir landamærin árið 2014 þegar ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta byrjaði að halda því í lengri tíma.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Sjá meira
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent