Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 20:00 Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13
Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52