Innlent

Vinnueftirlitið bannar vinnu á byggingarvinnustað hjá City Park Hótel

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Myndin er frá framkvæmdum en tengist fréttinni ekki að öðru leyti.
Myndin er frá framkvæmdum en tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Vísir/Vilhelm
Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu hjá City Park Hótel ehf. við Ármúla 5 í Reykjavík. Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.

Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum. 

Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar við heimsókn eftirlitsins. Eins voru umferðarleiðir á milli hæða á verkstað ófullnægjandi og það sama átti við um veigamikil öryggisatriði á staðnum. Ástand rafmagnsmála á verkstað er einnig mjög hættulegt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×