Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 66-84 | Breiðhyltingar komnir á blað Þór Símon Hafþórsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 12. október 2018 21:45 Matthías Orri Sigurðarson Vísir/Bára Haukar fengu ÍR í heimsókn í kvöld í Dominos deild karla. Haukar byrjuðu hrikalega illa og það voru ÍR-ingar sem tóku völdin snemma leiks en eftir sjö mínútur var ÍR 2-14 yfir. Staðan var 9-21 eftir fyrsta leikhluta þar sem Haukum tókst eilítið að laga stöðuna. Haukar komu svo flottir inn í annan leikhluta og minnkuðu muninn í 22-26. Þar hinsvegar endaði allt það góða við leik Hauka í kvöld en fleira var ekki í fréttum í þeim efnum. ÍR sigldu auðveldum sigri heim sem var aldrei í hættu. Staðan var vissulega 34-43 í hálfleik sem hljómar ekki alslæmt fyrir Hauka en þessi staða segir ekki alla söguna. Haukar voru arfaslakir frá fyrstu mínútu. ÍR kláraði þetta í lokin 66-84 og öruggur sigur ÍR staðreynd sem er með 1-1 árángur eftir fyrstu tvær umferðirnar sem og Haukar.Afhverju vann ÍR? ÍR átti þennan leik einfaldlega frá fyrstu mínútu. Sigurinn var aldrei í hættu. Þeir voru grimmari og hreinlega betri á öllum sviðum. Haukar geta prísað sig sæla að hafa ekki tapað stærra í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Fyrst og fremst vil ég nefna Gerald Robinson sem átti stórfurðulegan tölfræði dag en hann skoraði einungis úr 2 af 12 skotum úr tveggja stiga færum en þriggja stiga nýtingin hans var aftur á móti 5 af 8. Justin Martin var einnig mjög góður en hann og Gerald voru beittir í sókn sem og vörn.Hvað gekk illa? Allt gekk illa hjá Haukum. Það er eiginlega ólýsanlegt hversu slæmir þeir voru í kvöld. 4 af 30 þristum segir sína sögu, ekki satt? Ég endurtek: Fjórir af þrjátíu. Guð minn almáttugur.Hvað gerist næst? Haukar heimsækja Tindastól á Króknum og ÍR fær Breiðablik í heimsókn.Haukar-ÍR 66-84 (9-21, 25-22, 18-21, 14-20) Haukar: Hilmar Smári Henningsson 18/4 fráköst, Marques Oliver 12/9 fráköst, Kristinn Marinósson 10/6 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 8, Matic Macek 7, Haukur Óskarsson 6, Hamid Dicko 3, Daði Lár Jónsson 2.ÍR: Gerald Robinson 23/15 fráköst, Justin Martin 19/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16/9 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Benoný Svanur Sigurðsson 2.Borche Ilievskivísir/báraBorche: Gott að létta aðeins á pressuni „Þetta hefur létt aðeins pressuni á mér. Það var gott að brjóta ísinn eftir tapið í fyrsta leiknum. Líka gegn Haukum því ég man varla eftir ÍR sigri hérna,“ sagði ánægður Borche, þjálfari ÍR, eftir öruggan sigur liðsins á Haukum. Sigurinn kom þó ekki áfallalaust en Matthías Orri meiddist að því virðist illa í öðrum leikhluta og kom ekki meira við sögu í leiknum eftir það. „Það var mikill missir að missa Matthías í öðrum leikhluta og Haukar komust nær okkur en við kláruðum þetta á endanum vel. Við gerðum samt of mörg mistök heilt yfir og þurfum að laga það,“ sagði Borche sem er óviss hversu lengi Matthías verður frá. „Við vitum ekki hversu slæm þessi meiðsli eru. Vonandi spilar hann næsta leik en ég efast um það. Við þurfum að halda lífi þá gegn Blikum án Matta,“ sagði Borche.Ívar stýrði Haukum til deildarmeistaratitils á síðasta tímabiliVísir/BáraÍvar Ásgrímsson: Skil ekki afhverju við töpuðum ekki með 50 stigum „Það var engin glæta í þessum leik hjá okkur,“ sagði ósáttur þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum skelfilegir. Vorum með 13% þriggja stiga nýtingu en samt héldum við áfram að reyna erfið þriggja stiga skot,“ sagði Ívar sem var ekki hættur. „Ég skil ekki hvernig við töpuðum ekki með 50 stigum. Þegar fjórði leikhlutinn byrjaði vorum við 9 stigum undir og ég skildi ekki hvernig.“ Ívar vildi einnig biðjast afsökunar á frammistöðu Hauka í kvöld. „Við vorum svo lélegir og það vantaði alla baráttu í okkur og vilja. Það er ekki annað hægt en að biðja stuðningsmenn afsökunar á hugarfarinu okkar,“ sagði Ívar og hélt áfram. „Við eigum allir slæmt skilið sem komu nálægt þessum leik. Við fórum vel yfir hvað ÍR gerir en fórum greinilega ekki nógu vel yfir hvað við gerum.“ Ívar endaði þetta svo með sprengju. „Ef við verðum verri í næsta leik eigum við heima í annari deildinni.“ Maður hreinlega trúir ekki öðru en að Haukar muni mæta dýrvitlausir í næsta leik gegn Tindastól.Gerald Robinsonvísir/báraGerald Robinson: Þetta er klikkuð tölfræði „Ánægður með sigurinn. Við spiluðum harðan og góðan bolta. Fórum vel eftir leikskipulaginu. Við erum mjög ánægðir,“ sagði Gerald Robinson sem átti stórfínan leik en jafnframt stórfurðulegan líka. Gerald hitti úr 2/12 tveggja stiga skotum sem er frekar slæmt en hitti á móti úr 5/8 þristum. „Það var brotið á mér nokkrum sinnum í skotum sem ég náði ekki að klára. Klúðraði líka nokkrum vítaskotum. En já þetta er frekar klikkuð tölfræði. Ég þarf að vinna í þessu og koma sterkari í næsta leik,“ sagði Gerald sem líður vel í Breiðholtinu. „Hef verið hérna í eina og hálfa viku og líður vel. Er að kynnast samherjum mínum og læra á leikskipulagið okkar. Ég er spenntur að spila fyrsta heimaleikinn okkar gegn Blikum. Hef heyrt að við séum með mjög góða stuðningsmenn.“Hilmar Smári: Þetta var mjög stórt högg Hilmar Smári var einn af fáum Hauka mönnum sem átti ágætis leik í kvöld en hann var að vonum ósáttur með spilamensku liðsins „Þetta var erfiður leikur. Við mættum bara ekki til leiks og áttum einn góðan kafla í öðrum leikhluta. Þeir voru með yfirhöndina allan leikinn,“ sagði Hilmar sem segir liðið ekki hafa neina afsökun. „Það er auðvitað hægt að tala um slæman dag og allt það en við erum lið í meistaraflokk. Við eigum að geta spilað miklu betur en þetta þó að einn eða tveir geti ekki hitt,“ sagði Hilmar sem segir að liðið muni leggja hart af sér fyrir leikinn gegn Tindastól. „Þetta var mjög stórt högg á okkur þanng það verður tekið hart á því í vikunni.“ Dominos-deild karla
Haukar fengu ÍR í heimsókn í kvöld í Dominos deild karla. Haukar byrjuðu hrikalega illa og það voru ÍR-ingar sem tóku völdin snemma leiks en eftir sjö mínútur var ÍR 2-14 yfir. Staðan var 9-21 eftir fyrsta leikhluta þar sem Haukum tókst eilítið að laga stöðuna. Haukar komu svo flottir inn í annan leikhluta og minnkuðu muninn í 22-26. Þar hinsvegar endaði allt það góða við leik Hauka í kvöld en fleira var ekki í fréttum í þeim efnum. ÍR sigldu auðveldum sigri heim sem var aldrei í hættu. Staðan var vissulega 34-43 í hálfleik sem hljómar ekki alslæmt fyrir Hauka en þessi staða segir ekki alla söguna. Haukar voru arfaslakir frá fyrstu mínútu. ÍR kláraði þetta í lokin 66-84 og öruggur sigur ÍR staðreynd sem er með 1-1 árángur eftir fyrstu tvær umferðirnar sem og Haukar.Afhverju vann ÍR? ÍR átti þennan leik einfaldlega frá fyrstu mínútu. Sigurinn var aldrei í hættu. Þeir voru grimmari og hreinlega betri á öllum sviðum. Haukar geta prísað sig sæla að hafa ekki tapað stærra í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Fyrst og fremst vil ég nefna Gerald Robinson sem átti stórfurðulegan tölfræði dag en hann skoraði einungis úr 2 af 12 skotum úr tveggja stiga færum en þriggja stiga nýtingin hans var aftur á móti 5 af 8. Justin Martin var einnig mjög góður en hann og Gerald voru beittir í sókn sem og vörn.Hvað gekk illa? Allt gekk illa hjá Haukum. Það er eiginlega ólýsanlegt hversu slæmir þeir voru í kvöld. 4 af 30 þristum segir sína sögu, ekki satt? Ég endurtek: Fjórir af þrjátíu. Guð minn almáttugur.Hvað gerist næst? Haukar heimsækja Tindastól á Króknum og ÍR fær Breiðablik í heimsókn.Haukar-ÍR 66-84 (9-21, 25-22, 18-21, 14-20) Haukar: Hilmar Smári Henningsson 18/4 fráköst, Marques Oliver 12/9 fráköst, Kristinn Marinósson 10/6 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 8, Matic Macek 7, Haukur Óskarsson 6, Hamid Dicko 3, Daði Lár Jónsson 2.ÍR: Gerald Robinson 23/15 fráköst, Justin Martin 19/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16/9 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Benoný Svanur Sigurðsson 2.Borche Ilievskivísir/báraBorche: Gott að létta aðeins á pressuni „Þetta hefur létt aðeins pressuni á mér. Það var gott að brjóta ísinn eftir tapið í fyrsta leiknum. Líka gegn Haukum því ég man varla eftir ÍR sigri hérna,“ sagði ánægður Borche, þjálfari ÍR, eftir öruggan sigur liðsins á Haukum. Sigurinn kom þó ekki áfallalaust en Matthías Orri meiddist að því virðist illa í öðrum leikhluta og kom ekki meira við sögu í leiknum eftir það. „Það var mikill missir að missa Matthías í öðrum leikhluta og Haukar komust nær okkur en við kláruðum þetta á endanum vel. Við gerðum samt of mörg mistök heilt yfir og þurfum að laga það,“ sagði Borche sem er óviss hversu lengi Matthías verður frá. „Við vitum ekki hversu slæm þessi meiðsli eru. Vonandi spilar hann næsta leik en ég efast um það. Við þurfum að halda lífi þá gegn Blikum án Matta,“ sagði Borche.Ívar stýrði Haukum til deildarmeistaratitils á síðasta tímabiliVísir/BáraÍvar Ásgrímsson: Skil ekki afhverju við töpuðum ekki með 50 stigum „Það var engin glæta í þessum leik hjá okkur,“ sagði ósáttur þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum skelfilegir. Vorum með 13% þriggja stiga nýtingu en samt héldum við áfram að reyna erfið þriggja stiga skot,“ sagði Ívar sem var ekki hættur. „Ég skil ekki hvernig við töpuðum ekki með 50 stigum. Þegar fjórði leikhlutinn byrjaði vorum við 9 stigum undir og ég skildi ekki hvernig.“ Ívar vildi einnig biðjast afsökunar á frammistöðu Hauka í kvöld. „Við vorum svo lélegir og það vantaði alla baráttu í okkur og vilja. Það er ekki annað hægt en að biðja stuðningsmenn afsökunar á hugarfarinu okkar,“ sagði Ívar og hélt áfram. „Við eigum allir slæmt skilið sem komu nálægt þessum leik. Við fórum vel yfir hvað ÍR gerir en fórum greinilega ekki nógu vel yfir hvað við gerum.“ Ívar endaði þetta svo með sprengju. „Ef við verðum verri í næsta leik eigum við heima í annari deildinni.“ Maður hreinlega trúir ekki öðru en að Haukar muni mæta dýrvitlausir í næsta leik gegn Tindastól.Gerald Robinsonvísir/báraGerald Robinson: Þetta er klikkuð tölfræði „Ánægður með sigurinn. Við spiluðum harðan og góðan bolta. Fórum vel eftir leikskipulaginu. Við erum mjög ánægðir,“ sagði Gerald Robinson sem átti stórfínan leik en jafnframt stórfurðulegan líka. Gerald hitti úr 2/12 tveggja stiga skotum sem er frekar slæmt en hitti á móti úr 5/8 þristum. „Það var brotið á mér nokkrum sinnum í skotum sem ég náði ekki að klára. Klúðraði líka nokkrum vítaskotum. En já þetta er frekar klikkuð tölfræði. Ég þarf að vinna í þessu og koma sterkari í næsta leik,“ sagði Gerald sem líður vel í Breiðholtinu. „Hef verið hérna í eina og hálfa viku og líður vel. Er að kynnast samherjum mínum og læra á leikskipulagið okkar. Ég er spenntur að spila fyrsta heimaleikinn okkar gegn Blikum. Hef heyrt að við séum með mjög góða stuðningsmenn.“Hilmar Smári: Þetta var mjög stórt högg Hilmar Smári var einn af fáum Hauka mönnum sem átti ágætis leik í kvöld en hann var að vonum ósáttur með spilamensku liðsins „Þetta var erfiður leikur. Við mættum bara ekki til leiks og áttum einn góðan kafla í öðrum leikhluta. Þeir voru með yfirhöndina allan leikinn,“ sagði Hilmar sem segir liðið ekki hafa neina afsökun. „Það er auðvitað hægt að tala um slæman dag og allt það en við erum lið í meistaraflokk. Við eigum að geta spilað miklu betur en þetta þó að einn eða tveir geti ekki hitt,“ sagði Hilmar sem segir að liðið muni leggja hart af sér fyrir leikinn gegn Tindastól. „Þetta var mjög stórt högg á okkur þanng það verður tekið hart á því í vikunni.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum