Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. október 2018 07:30 Almennir borgarar minntust fjölmiðlakonunnar Victoríu Marinovu með blómum og kertum í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, síðastliðinn mánudag. Vísir/Getty Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. Styrkir til Búlgaríu eru einnig fjármagnaðir af íslensku skattfé. 566 milljónir króna fara til styrkja í Austur-Evrópu í gegnum EES-sjóð. Blaðamenn segja gegnsæi um styrkina afleitt. Victoria Marinova er þriðji starfsmaður fjölmiðla í Austur-Evrópu sem fallið hefur fyrir hendi morðingja á þessu ári. Skömmu fyrir morðið birtist viðtal hennar við tvo blaðamenn um misferli í Búlgaríu með styrkfé frá Evrópusambandinu. Sömu blaðamenn voru handteknir um miðjan síðasta mánuð af búlgörsku lögreglunni og frelsissviptir í meira en 7 klukkustundir eftir að þeir fylgdu eftir ábendingu um mikið af gögnum sem kveikt hafði verið í á túni utan við borg eina í Búlgaríu. Rúmlega tvítugur búlgarskur maður af Rómaættum er í haldi lögreglu vegna málsins en rúmenskum manni, sem fyrst var handtekinn vegna málsins, var sleppt úr haldi skömmu áður en Rómamaðurinn var handtekinn. „Við þurfum að sjá hvaða sönnunargögn þeir hafa gegn þessum manni áður en við getum dregið ályktanir,“ segir Atanas Tchobanov ritstjóri búlgarska miðilsins Bivol.bg sem birti fréttirnar af styrkjamisferlinu í Búlgaríu. Hann segir fjölmiðla í Búlgaríu ekki alltaf áreiðanlega enda algengt að lögreglan leki röngum upplýsingum til fjölmiðla. Samkvæmt fréttum þyki hinn búlgarski Rómamaður passa fullkomlega inn í prófíl kynferðislega brenglaðs manns. Hann hafi verið mjög drukkinn og falið sig í runna og beðið næsta fórnarlambs þar. Eigur Victoriu hafi fundist heima hjá honum. Annar blaðamannanna sem Victoria tók viðtal við skömmu fyrir morðið er starfsmaður Bivol og segir Atanas blaðamenn miðilsins hafa fengið hótanir eftir fréttaflutninginn. Eftir fréttaflutning víða um heim af handtöku blaðamannana voru þrír háttsettir embættismenn í Búlgaríu sendir í tímabundið leyfi frá störfum en Atanas segir að þar fyrir utan hafi fréttaflutningur þeirra hvorki vakið mikil viðbrögð þarlendra yfirvalda né stofnana Evrópusambandsins. Ekki fyrr en eftir að málið fékk alþjóðlega athygli vegna morðsins.Sannleikurinn sigrar alltaf Atanas er sjálfur búsettur í París og kollegi hans á Bivol hefur haldið til í Leipzig. „Hann er í Búlgaríu núna, en ef við teljum öryggi hans ógnað með einhverjum hætti þá komum við honum strax úr landi,“ segir Atanas og játar því aðspurður að hafa áhyggjur af öryggi sínu og kollega sinna. „Auðvitað hittir þetta okkur illa fyrir. Við vinnum ekki við að hafa áhyggjur af líkamlegu öryggi heldur að afla og segja fréttir og það étur upp bæði tíma og orku að hafa áhyggjur af öryggi okkar. Það sem heldur okkur á floti er samt að sannleikurinn sigrar alltaf. Á endanum.“ Það vakti athygli víða hve snögglega yfirvöld í Búlgaríu fullyrtu eftir að lík Victoriu fannst að morðið tengdist ekki vinnu hennar með neinum hætti. Forsætisráðherra landsins, Boyko Borissov hefur í fjölmiðlum farið hörðum orðum um þá sem tengt hafa morðið við umfjöllun Victoriu um spillingu og talað um ófrægingarherferð gegn landinu. Eftir að seinni maðurinn var handtekinn vegna morðsins birti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu, yfirlýsingu og fagnaði öruggum viðbrögðum forsætisráðherrans og búlgarskra yfirvalda sem leitt hefðu til handtöku mannsins. Aðrir háttsettir embættismenn í Brussel hafa hins vegar lýst áhyggjum af öryggi fjölmiðlafólks í Evrópu og segjast munu fylgjast náið með rannsókn málsins.Árni Páll Árnason er varaframkvæmdarstjóri uppbyggingarsjóðs EES. Vísir/VilhelmÍslenskt skattfé í Búlgaríu Atanas vekur athygli á að Búlgaría þiggi einnig styrki frá uppbyggingarsjóði EES og ferli þeirra styrkja sé mjög áþekkt Evrópusambandsstyrkjunum. Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður með skattfé frá Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Í fjárlagafrumvarpi sem nýverið var lagt fram er gert ráð fyrir að framlag Íslands á næsta ári verði meira en hálfur milljarður, eða 566 milljónir króna og gert er ráð fyrir stórfelldri aukningu á næstu árum þannig að framlagið verði komið yfir milljarð árið 2021. Atanas tekur fram að hann hafi ekki orðið var við misferli með styrkfé úr EES-sjóðnum en rannsóknin hafi hins vegar ekki beinst að þeim sjóði eða verkefnum sem njóta styrkja úr honum. Fréttablaðið greindi um mitt síðasta ár frá rannsóknum Gunnars Thorenfeldt hjá Dagbladet í Noregi á misferli með styrkfé úr uppbyggingarsjóðnum í löndum í Austur-Evrópu. Eftir að hafa komið að lokuðum dyrum í Brussel og Noregi leitaði hann til íslenska utanríkisráðuneytisins með upplýsingabeiðni en var synjað um aðgang að upplýsingum á þeim grundvelli að upplýsingarnar vörðuðu milliríkjasamskipti og væru þar af leiðandi undanþegnar upplýsingarétti. Fréttablaðið fékk loksins upplýsingar eftir beiðni þar um, en einungis með listum yfir verkefni og eftirlitsskýrslur sem unnar eru í styrkþegaríkjunum. Gunnar segir lítið hafa breyst frá því að hann birti fréttirnar í fyrra. „Þetta er enn ótrúlega falið allt saman. Á yfirborðinu virðist gegnsæið vera gott en um leið og maður fer að skoða þetta þá vantar allt innihald í þær upplýsingar sem eru veittar.“ Atanas tekur undir þetta og segir hafa komið sér mest á óvart að vera synjað um upplýsingar hjá stofnunum Evrópusambandsins. Fullkomin yfirsýn erfið „Það sem hjálpar okkur í þessum sjóði er að fjárhæðirnar eru mun minni en hjá styrkjasjóðum Evrópusambandsins, en á móti kemur að á síðasta styrkjatímabili voru verkefnin sjö þúsund, og það er ekkert auðvelt að hafa fulla yfirsýn yfir svo mörg verkefni og erfitt að skapa fullkomið gegnsæi,“ segir Árni Páll Árnason, varaframkvæmdastjóri uppbyggingarsjóðs EES. Árni segir margháttað eftirlit haft með styrkveitingunum. „Við gerum samninga við ríkin og notum þá aðferðafræði sem almennt er notast við í þróunaraðstoð. Það eru yfirvöld í ríkjunum sjálfum sem fara með endurskoðunina. Þessi ríki eru aðilar að Evrópusambandinu og við verðum að ganga út frá því að þau hafi sjálfstæða dómstóla og sjálfstæða ríkisendurskoðun.“ Einnig séu teknar stikkprufur til nánara eftirlits. Árni segir eftirlitsaðila í ríkjunum senda skýrslur um ósamræmi hjá styrkþegum og oft séu gerðar endurkröfur í kjölfar slíkra skýrslna. Eftir eftirgrennslan segir Árni að kollegar hans í Brussel fylgist náið með rannsókninni á morði Victoriu. Birtist í Fréttablaðinu Búlgaría Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira
Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. Styrkir til Búlgaríu eru einnig fjármagnaðir af íslensku skattfé. 566 milljónir króna fara til styrkja í Austur-Evrópu í gegnum EES-sjóð. Blaðamenn segja gegnsæi um styrkina afleitt. Victoria Marinova er þriðji starfsmaður fjölmiðla í Austur-Evrópu sem fallið hefur fyrir hendi morðingja á þessu ári. Skömmu fyrir morðið birtist viðtal hennar við tvo blaðamenn um misferli í Búlgaríu með styrkfé frá Evrópusambandinu. Sömu blaðamenn voru handteknir um miðjan síðasta mánuð af búlgörsku lögreglunni og frelsissviptir í meira en 7 klukkustundir eftir að þeir fylgdu eftir ábendingu um mikið af gögnum sem kveikt hafði verið í á túni utan við borg eina í Búlgaríu. Rúmlega tvítugur búlgarskur maður af Rómaættum er í haldi lögreglu vegna málsins en rúmenskum manni, sem fyrst var handtekinn vegna málsins, var sleppt úr haldi skömmu áður en Rómamaðurinn var handtekinn. „Við þurfum að sjá hvaða sönnunargögn þeir hafa gegn þessum manni áður en við getum dregið ályktanir,“ segir Atanas Tchobanov ritstjóri búlgarska miðilsins Bivol.bg sem birti fréttirnar af styrkjamisferlinu í Búlgaríu. Hann segir fjölmiðla í Búlgaríu ekki alltaf áreiðanlega enda algengt að lögreglan leki röngum upplýsingum til fjölmiðla. Samkvæmt fréttum þyki hinn búlgarski Rómamaður passa fullkomlega inn í prófíl kynferðislega brenglaðs manns. Hann hafi verið mjög drukkinn og falið sig í runna og beðið næsta fórnarlambs þar. Eigur Victoriu hafi fundist heima hjá honum. Annar blaðamannanna sem Victoria tók viðtal við skömmu fyrir morðið er starfsmaður Bivol og segir Atanas blaðamenn miðilsins hafa fengið hótanir eftir fréttaflutninginn. Eftir fréttaflutning víða um heim af handtöku blaðamannana voru þrír háttsettir embættismenn í Búlgaríu sendir í tímabundið leyfi frá störfum en Atanas segir að þar fyrir utan hafi fréttaflutningur þeirra hvorki vakið mikil viðbrögð þarlendra yfirvalda né stofnana Evrópusambandsins. Ekki fyrr en eftir að málið fékk alþjóðlega athygli vegna morðsins.Sannleikurinn sigrar alltaf Atanas er sjálfur búsettur í París og kollegi hans á Bivol hefur haldið til í Leipzig. „Hann er í Búlgaríu núna, en ef við teljum öryggi hans ógnað með einhverjum hætti þá komum við honum strax úr landi,“ segir Atanas og játar því aðspurður að hafa áhyggjur af öryggi sínu og kollega sinna. „Auðvitað hittir þetta okkur illa fyrir. Við vinnum ekki við að hafa áhyggjur af líkamlegu öryggi heldur að afla og segja fréttir og það étur upp bæði tíma og orku að hafa áhyggjur af öryggi okkar. Það sem heldur okkur á floti er samt að sannleikurinn sigrar alltaf. Á endanum.“ Það vakti athygli víða hve snögglega yfirvöld í Búlgaríu fullyrtu eftir að lík Victoriu fannst að morðið tengdist ekki vinnu hennar með neinum hætti. Forsætisráðherra landsins, Boyko Borissov hefur í fjölmiðlum farið hörðum orðum um þá sem tengt hafa morðið við umfjöllun Victoriu um spillingu og talað um ófrægingarherferð gegn landinu. Eftir að seinni maðurinn var handtekinn vegna morðsins birti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu, yfirlýsingu og fagnaði öruggum viðbrögðum forsætisráðherrans og búlgarskra yfirvalda sem leitt hefðu til handtöku mannsins. Aðrir háttsettir embættismenn í Brussel hafa hins vegar lýst áhyggjum af öryggi fjölmiðlafólks í Evrópu og segjast munu fylgjast náið með rannsókn málsins.Árni Páll Árnason er varaframkvæmdarstjóri uppbyggingarsjóðs EES. Vísir/VilhelmÍslenskt skattfé í Búlgaríu Atanas vekur athygli á að Búlgaría þiggi einnig styrki frá uppbyggingarsjóði EES og ferli þeirra styrkja sé mjög áþekkt Evrópusambandsstyrkjunum. Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður með skattfé frá Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Í fjárlagafrumvarpi sem nýverið var lagt fram er gert ráð fyrir að framlag Íslands á næsta ári verði meira en hálfur milljarður, eða 566 milljónir króna og gert er ráð fyrir stórfelldri aukningu á næstu árum þannig að framlagið verði komið yfir milljarð árið 2021. Atanas tekur fram að hann hafi ekki orðið var við misferli með styrkfé úr EES-sjóðnum en rannsóknin hafi hins vegar ekki beinst að þeim sjóði eða verkefnum sem njóta styrkja úr honum. Fréttablaðið greindi um mitt síðasta ár frá rannsóknum Gunnars Thorenfeldt hjá Dagbladet í Noregi á misferli með styrkfé úr uppbyggingarsjóðnum í löndum í Austur-Evrópu. Eftir að hafa komið að lokuðum dyrum í Brussel og Noregi leitaði hann til íslenska utanríkisráðuneytisins með upplýsingabeiðni en var synjað um aðgang að upplýsingum á þeim grundvelli að upplýsingarnar vörðuðu milliríkjasamskipti og væru þar af leiðandi undanþegnar upplýsingarétti. Fréttablaðið fékk loksins upplýsingar eftir beiðni þar um, en einungis með listum yfir verkefni og eftirlitsskýrslur sem unnar eru í styrkþegaríkjunum. Gunnar segir lítið hafa breyst frá því að hann birti fréttirnar í fyrra. „Þetta er enn ótrúlega falið allt saman. Á yfirborðinu virðist gegnsæið vera gott en um leið og maður fer að skoða þetta þá vantar allt innihald í þær upplýsingar sem eru veittar.“ Atanas tekur undir þetta og segir hafa komið sér mest á óvart að vera synjað um upplýsingar hjá stofnunum Evrópusambandsins. Fullkomin yfirsýn erfið „Það sem hjálpar okkur í þessum sjóði er að fjárhæðirnar eru mun minni en hjá styrkjasjóðum Evrópusambandsins, en á móti kemur að á síðasta styrkjatímabili voru verkefnin sjö þúsund, og það er ekkert auðvelt að hafa fulla yfirsýn yfir svo mörg verkefni og erfitt að skapa fullkomið gegnsæi,“ segir Árni Páll Árnason, varaframkvæmdastjóri uppbyggingarsjóðs EES. Árni segir margháttað eftirlit haft með styrkveitingunum. „Við gerum samninga við ríkin og notum þá aðferðafræði sem almennt er notast við í þróunaraðstoð. Það eru yfirvöld í ríkjunum sjálfum sem fara með endurskoðunina. Þessi ríki eru aðilar að Evrópusambandinu og við verðum að ganga út frá því að þau hafi sjálfstæða dómstóla og sjálfstæða ríkisendurskoðun.“ Einnig séu teknar stikkprufur til nánara eftirlits. Árni segir eftirlitsaðila í ríkjunum senda skýrslur um ósamræmi hjá styrkþegum og oft séu gerðar endurkröfur í kjölfar slíkra skýrslna. Eftir eftirgrennslan segir Árni að kollegar hans í Brussel fylgist náið með rannsókninni á morði Victoriu.
Birtist í Fréttablaðinu Búlgaría Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira
Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40
Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36