Vilja fagna fimmtíu árum frá „einvígi aldarinnar“ með heimsmeistaramóti á Íslandi Gissur Sigurðsson skrifar 11. október 2018 12:30 Bobby Fischer á Íslandi árið 1972. Getty Images Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér. Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér.
Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira