Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 12:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson. Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson.
Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira