Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 12:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson. Landbúnaður Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson.
Landbúnaður Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira