Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í Guingamp í morgun að Emil myndi ekki ná leiknum á morgun. Það er þó ekki útilokað að Emil verði með þegar Ísland mætir Sviss í Þjóðadeild UEFA á mánudag.
Þrír aðrir leikmenn eru tæpir fyrir leikinn á morgun, að sögn Hamrén. Sverrir Ingi Ingason var veikur í morgun og gat ekki æft með liðinu. Þá eru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Rúrik Gíslason báðir tæðir vegna meiðsla.
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 19.05 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30.