Fótbolti

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi verður með bandið gegn Frakklandi og Sviss.
Gylfi verður með bandið gegn Frakklandi og Sviss. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld og Sviss í næstu viku, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.

Gylfi mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap Íslands á heimavelli gegn Belgíu en hann var fyrirliði Íslands í leiknum. Gylfi var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Frakklandi.

„Auðvitað tekur maður ekki alltaf réttar ákvarðanir, sérstaklega eftir 6-0 og 3-0 töp,” sagði Gylfi á blaðamannafundinum í Frakklandi í dag.

„Hefði maður farið í viðtal þá hefði maður kannski sagt vitlausa hluti. Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl en svona er þetta bara.”

„Maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir en þetta hefur komið fyrir áður hjá öðrum liðum og landsliðum að leikmenn fari ekki í viðtöl.”

„Ég held að fjölmiðlar á Íslandi hafi fengið nóg af leikmönnum í viðtöl eftir leik og ég hefði sagt svipaða hluti,” sagði Gylfi og bætti við að lokum:

„Ég skal mæta í viðtöl eftir þennan leik,” sagði Gylfi og brosti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×