Mennirnir tveir sem handteknir voru í útibúi Landsbankans í Borgartúni í dag eru grunaðir um peningafölsun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að árvekni starfsmanna bankans hafi orðið til þess að þeir voru handteknir.
Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að mennirnir séu í haldi í þágu rannsóknar á „meintri fölsun á íslenskri mynt“. Þeir eru báðir erlendir ríkisborgarar og eru ekki búsettir á Íslandi. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Vísi í dag að mögulegt væri að fleiri yrðu handteknir í tengslum við rannsóknina.
Tvímenningarnir grunaðir um peningafölsun

Tengdar fréttir

Tveir handteknir í útibúi Landsbankans í Borgartúni
Tveir erlendir karlmenn voru handteknir fyrr í dag í útibúi Landsbankans í Borgartúni.