Julen Lopetegui var í kvöld rekinn sem stjóri Real Madrid og umræður um hver verður næsti stjóri Real Madrid eru farnar af stað.
Real fékk rassskellingu í El Clásico í gær er Barcelona vann, 5-1. Einhverjir héldu að þjálfarinn fengi sparkið strax eftir leik en uppsögni nkom í kvöld.
Antonio Conte hefur nú verið orðaður við þjálfarastarfið í nokkurn tíma. Nú virðist vera sem Real hafi ekki sama áhuga á honum lengur.
Ein ástæðan fyrir því er sögð vera sú að markvörðurinn Thibaut Courtois vill ekki vinna með honum og félagið á aldrei möguleika á því að fá Eden Hazard ef Conte verður stjóri.
Nú er nafn Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Belgíu, komið í myndina en bæði Courtois og Hazard væru meira en til í að vinna með honum.
Santiago Solari, fyrrum leikmaður Real Madrid og núverandi stjóri B-liðs félagsins, mun taka tímabundið við liðinu. Óvíst er hvort að hann verði svo áfram en það fer væntanlega eftir úrslitunum sem hann nær í.
Martinez orðaður við Real Madrid
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn