Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 14:50 Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs. Mynd/Samsett Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað.„Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma.Sjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar IcelandairSvo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni og voru þær handteknar í flugvélinni. Flugvélin hélt af lokum af stað á áfangastað sinn en flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Myndbandi úr flugvélinni var dreift á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Í ákæru saksóknara á hendur konunum er þeim gefið að sök að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi. Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegninarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir. Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað.„Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma.Sjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar IcelandairSvo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni og voru þær handteknar í flugvélinni. Flugvélin hélt af lokum af stað á áfangastað sinn en flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Myndbandi úr flugvélinni var dreift á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Í ákæru saksóknara á hendur konunum er þeim gefið að sök að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi. Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegninarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.
Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13