Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 14:19 Friðrik Dór ber síðara eiginnafni sínu vel söguna. Fréttablaðið/Eyþór Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00
Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49