Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 14:19 Friðrik Dór ber síðara eiginnafni sínu vel söguna. Fréttablaðið/Eyþór Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00
Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49