Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 23:36 Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða. EPA/Fernando Bizerra „Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018 Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
„Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018
Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00