Laun í öðrum gjaldmiðli? Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 29. október 2018 07:00 „Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar