Jón Dagur Þorsteinsson spilaði í 85 mínútur fyrir Vendsyssel sem vann 1-0 sigur á grönnum sínum í AaB í slag liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Soren Henriksen á átjándu mínútu leiksins en það eru ár og dagar síðan að Vendsyssel hafði betur gegn stóra bróðir í AaB.
Álaborg er í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig en Jón Dagur og félagar eru í tólfta sæti deildarinnar með fimmtán stig.
Emil Pálsson og félagar í Sandefjord eru í vondum málum í norksu úrvalsdeildinni eftir 3-2 tap gegn Kristiansund en Sandefjord er á botni deildarinnar.
Emil spilaði allan leikinn og er með nítján stig. Lilleström er í umspilssætinu um fall, 14. sætinu, með 27 stig en Emil spilaði allan leikinn í kvöld.
Arnór Smárason var ekki í hóp Lilleström sem tapaði 3-2 gegn Ranheim.
