Nýr formaður Neytendasamtakanna segir að berjast þurfi gegn háum húsnæðisvöxtum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. október 2018 18:30 Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki. Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki.
Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07