Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 15:43 Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, er viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson að segja hér. RÚV Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“ Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“
Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira