Yfir 1500 lítrar af kjötsúpu runnu niður í vegfarendur á Skólavörðustíg í dag, þar sem kjötsúpudagurinn fór fram. Flestir virtust sammála um ágæti súpunnar og segir sendiherra Svíþjóðar á Íslandi daginn stórkostlegan.
Hátíðin var haldin í 16 sinn í dag, en það voru Sauðfjárbændur, íslenskt grænmeti og rekstraraðilar á Skólavörðustíg sem buðu gestum og gangandi að bragða á kjötsúpu. Boðið var upp á súpu á sjö stöðum götunnar og mátti sjá langar raðir fyrir framan hvern einn og einasta stað.
Fréttastofan ræddi við nokkra gesti sem voru allir hæstánægðir með súpurnar. Þar á meðal var sendiherra Svíþjóðar á Íslandi sem sagði kjötsúpudaginn stórkostlegan.
Veitingamenn voru þó allir sammála um það að sín súpa væri sú allra besta á svæðinu.
Yfir 1500 lítrar af kjötsúpu runnu niður í vegfarendur
Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent





Reykjavík ekki ljót borg
Innlent


