Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í nótt tilkynning um konu sem lamdi karlmann með flösku í hausinn í heimahúsi í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Um klukkan hálf fimm í morgun var tilkynnt um hreyfingarlausan mann við skemmtistað í miðbænum en hann reyndist hafa dottið á höfuðið. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið vegna áverka á höfði.
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn en þeir reyndust ýmist án ökuréttinda eða aka undir áhrifum fíkniefna. Að öðru leyti var nóttin róleg, að sögn lögreglu, og gistu fáir fangageymslur.
Fannst hreyfingarlaus við skemmtistað í miðbænum
Kristín Ólafsdóttir skrifar
