Landsréttardómaramálið fær flýtimeðferð hjá Mannréttindadómstól Evrópu. RÚV greindi frá í gær. Um er að ræða kæru fjögurra umsækjenda sem dómsmálaráðherra skipaði ekki í Landsrétt þótt þeir hefðu verið á fimmtán manna lista hæfisnefndar yfir umsækjendur.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, sem sá um að kæra málið til dómstólsins, sagðist hafa frest til 23. nóvember til að gera athugasemdir við málatilbúnað ríkisins í málinu „og koma á framfæri bótakröfu fyrir hönd umbjóðanda míns“.

