Blóð þarf ekki að renna Guðríður Arnardóttir skrifar 26. október 2018 11:00 Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun