Fótbolti

Nýr forseti Inter Milan 26 ára gamall

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Forsetinn ungi fangaði augnablikið á Nou Camp á dögunum.
Forsetinn ungi fangaði augnablikið á Nou Camp á dögunum. vísir/getty
26 ára gamall Kínverji að nafni Zhang Kangyang, alltaf kallaður Steven Zhang er tekinn við sem nýr forseti ítalska stórveldisins Inter Milan en félagið tilkynnti þetta með myndbandi á öllum helstu miðlum sínum í morgun.

Hann er sonur kínverska auðjöfursins Zhang Jindong sem á meirihluta í félaginu í gegnum kínverska risafyrirtækið Suning.

Strákurinn tekur við forsetastöðunni af Indverjanum Erick Thohir sem hefur gegnt stöðunni undanfarin fimm ár en félagið hefur undirbúið forsetaskiptin undanfarna mánuði.

Steven er 21.forsetinn í 110 ára sögu félagsins og jafnframt sá yngsti til að gegna þessu hlutverki.

Argentínumaðurinn Javier Zanetti, sem er goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað þar í fjöldamörg ár, hefur verið varaforseti félagsins frá árinu 2014 og mun halda áfram sem slíkur við hlið Steven.

Inter situr um þessar mundir í 3.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×